Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands

afhending vidurkenningar2009

Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands var afhent á aðalfundi ráðsins sem haldinn var fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn. Þessi viðurkenning er nú veitt í fyrsta sinn en samþykkt var á aðalfundi ráðsins í fyrra að veita viðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum sem hafa unnið að málefnum aldraðra svo um munar. Viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands árið 2009 hlaut Sigurbjörg Björgvinsdóttir.

Sigurbjörg er félagsfræðingur frá Háskóla íslands, BA verkefni hennar í félagsfræði, Gerðu það sjálfur góði, fjallar um Kópavogsmódelið. Félagsstarfið í Kópavogi verið rekið samkvæmt hugmyndafræði þeirri sem módelið grundvallast á. Það hefur vaxið og dafnað og er sífellt að verða fjölbreyttara og skilvirkara sem forvörn. Grunngildi hugmyndafræði Kópavogsmódelsins er eins og heiti BA ritgerðarinnar vísar til: Að auka virkni einstaklinga, hafna forsjárhyggju og virkja fólk til starfa, fá öllum hlutverk.

Sigurbjörg hefur unnið sem yfirmaður félagsstarfs eldri borgara í Kópavogi frá árinu 1993 og sem deildarstjóri málaflokksins frá 1999 þegar félagsstarfið var gert að sérstakri deild innan félagssviðsins.

Einkunarorð starfs eldri borgara í Kopavogi eru Virðing, Virkni, Velferð

Í félagsstarfi eldri borgara í Kópavogi hefur verið boðið uppá mikla fjölbreytni og margar nýjungar í félagsstarfsseminni undir stjórn Sigurbjargar sem hefur sinnt frumkvöðulstarfsemi á þessu sviði.

Því miður var Sigurbjörg erlendis og komst ekki til að taka á móti viðurkenningunni. Dóttir hennar, Hanna Þóra Hauksdóttir tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd móður sinnar. 

afhending vidurkenningar2009

Hanna Þóra Hauksdóttir ásamt Gísla Páli Pálssyni formanni Öldrunarráðs Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Páll í síma 896 – 4126 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hveragerði 1. júní 2009
Gísli Páll Pálsson formaður Öldrunarráðs Íslands