Nú ætlum við að loka hringnum.
Fjórða og síðasta þing, Öldrunarráðs Íslands í samvinnu við sveitarfélögin og félög eldri borgara, um farsæla öldrun verður í Valaskjálf Egilsstöðum á morgun 10. október 2019.
Með þessu þingi lokum við hringnum og höfum þá verið með þing í öllum ársfjórðungunum. 

Framtíðarþing hafa áður verið haldin í Reykjavík, Akureyri, Selfossi og Ísafirði og nú loksins verður þing fyrir austan.

Við ætlum að velta fyrir okkur væntingum einstaklinga og samfélags til aldraðra. Kostum þess að eldast og hvernig er, eða hvað er farsæl öldrun.

Sjá auglýsingu