• Fréttir
  • Um Öldrunarráð
    • Stjórn
    • Lög
    • Aðildarfélög
    • Ársskýrslur
  • Ráðstefnur og fundir
  • Rannsóknarsjóður
    • Skipulagsskrá
  • Viðurkenningar
    • Skilyrði fyrir starfslok
  • Hafðu samband

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknarsjóð Öldrunarráðs Íslands 2023

Created: 24 maí 2023

Rannsóknarsjóður_2023-_stor.jpg

Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands 2023

Created: 12 maí 2023

Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2022

Created: 19 apríl 2023

Þórunn Sveinbjörnsdóttir hlaut viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands árið 2022. 

Þórunn Sveinbjörnsdóttir og öldrunarþjónustan eiga langt og farsælt samstarf. Eftir að börnin hennar komust á legg vann hún á leikskóla sem leiddi hana í trúnaðarstörf fyrir verkakvennafélagið Sókn þar sem hún var meðal annars í byggingarnefnd Sóknarhússins í Skipholti, varaformaður félagsins og síðan formaður. Umönnunarstörf inni á öldrunarstofnunum voru henni hugleikin og þá ekki síst menntun starfsmanna í umönnunarstörfum og hvernig hægt væri að tengja menntun þeirra betri launum og um leið að byggja brú yfir í frekara nám svo sem félags- og sjúkraliðanám. Á árunum 1995-2005 var Þórunn í stjórn Öldrunaráðs Íslands fyrir hönd ASÍ og síðustu árin sem formaður og aftur tíu árum seinna og þá sem fulltrúi Landsambands eldri borgara.

Afskiptum Þórunnar af málefnum eldra fólks var hvergi nærri lokið eftir að hún lauk störfum hjá Eflingu. Árið 2013 varð hún formaður Félags eldri borgara í Reykjavík í fjögur ár og síðan formaður Landssambands eldri borgara. Samstarf Þórunnar sem formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og velferðarsviðs borgarinnar var gjöfult þar sem áherslan var meðal annars á tölvukennslu, bæklingagerð um öryggi eldra fólks í heimahúsum og akstur eldra fólks á efri árum. Símavina verkefni þegar að Covid geisaði sem hæst og yfirhöfuð velferðartækni sem gagnast gæti eldra fólki, það voru hennar ær og kýr segir náin samstarfskonan hjá borginni.

Þórunn lætur ekki deigan síga, hún situr í dag í verkefnastjórn sem leiðir vinnu við aðgerðaráætlun vegna heildarendurskoðunar á þjónustu við eldra fólk sem er skipuð af heilbrigðisráðuneytinu og eining er hún formaður Framkvæmdasjóðs aldraðra.


Þórunn er líka skógarbóndi en það starf átti að taka við þegar hún lét af störfum hjá Eflingu meðfram félagsstörfum og þannig er það enn þann dag í dag þar sem að plöntur eru komnar yfir 50 þúsund sem hún hefur ásamt sínu fólki komið til. 

Málþing um millistigið

Created: 15 febrúar 2023

Málþing um millistigið!

Öryggi og samvera

 

Í Laugarásbíó þann 16. febrúar kl. 13-16

Fundarstjóri er Brynjar Níelsson

13.00 Setning ráðstefnu - Formaður Öldrunarráðs Íslands, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen

13.15 Halldór Guðmundsson, arkitekt THG

13.35 Aldraðir og umhverfið - Páll Líndal, doktor í umhverfissálfræði.

14.00 Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands

14.10 Kaffi

14.30 Sextíu plús - Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna.

14.40 Það er gott að eldast - Berglind Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Félags- og   vinnumarkaðsráðuneyti.

14.50 Jóhann Ingi Kristjánssson, Arnarlandi ehf

15.00 Blönduð borg fyrir fólk - Borghildur Sölvey Sturludóttir, skipulagsfulltrúi, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

15.10 Hvað viljum við - Steinunn Sigurðardóttir, Félag eldri borgara Akranesi og nágrenni

15.20 Pallborðsumræður

15.50 Ráðstefnuslit – Aríel Pétursson

Aðgangur ókeypis, allir velkomnir, takið daginn frá !

 

Það verður beint streymi frá málþinginu inni á facebook síðu Öldrunarráðs Íslands meðan ráðstefnan er.

Bls 1 af 5

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Viðurkenning 2016 - Starfslok

  • Starfslok starfsmanna - Skilyrði

Framtíðarþing á Selfossi 2015

  • Niðurstöður af þinginu
  • Myndir frá þinginu á Selfossi

Framtíðarþing á Akureyri 2015

  • Niðurstöður af þinginu
  • Myndir frá þinginu á Akureyri

Framtíðarþing í Reykjavík 2013

  • Niðurstöður af þinginu
  • Myndir frá þinginu
  • Tengill á Facebook síðu

Öldrunarráð Íslands - Sóltúni 2, 105 Reykjavík - Sími 590 6003  Netfang:  oldrunarrad@oldrunarrad.is