Til aðildarfélaga

Öldrunarráðs Íslands

Reykjavík, 09.05.2022.

Efni:   AÐALFUNDUR ÖLDRUNARRÁÐS ÍSLANDS 2022

Hér með er boðað til aðalfundar Öldrunarráðs Íslands

Mánudaginn 23. maí 2022  Kl. 14:00

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 28, 105 Reykjavík í Setrinu, inn af veitingastaðnum á fyrstu hæð.

Dagskrá:

 1. Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum ráðsins
  1. Nafnakall fulltrúa með atkvæðisrétt
  2. Lögð fram skýrsla stjórnar ásamt endurskoðuðum ársreikningum
  3. Skýrsla Rannsóknarsjóðs
  4. Lögð fram tillaga stjórnar að fjárhagsáætlun næsta árs og aðildargjöldum.
  5. Lagabreytingar.
  6. Lagðar fram tillögur eða ályktanir sem borist hafa.
  7. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og endurskoðenda.
 2. Afhending styrkja Rannsóknarsjóðs
  1. Kynning frá styrkþegum
 3. Dánaraðstoð – hvernig er best að nálgast umræðuna
  1. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
  2. Óstaðfest
 4. Önnur mál
 5. Fundarslit

Allir eru velkomnir á aðalfundinn.

Aðildarfélög eru beðin um að tilkynna þátttöku á aðalfund með því að senda kjörbréf, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrir hönd stjórnar Öldrunarráðs Íslands

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður