Sirrý Sif Sigurlaugardóttir doktorsnemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs árið 2022.  Rannsókn hennar ber heitið Heilsa, vellíðan og þarfir aðstandenda sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun.  Styrkurinn var veittur á 100 ára afmæli Grundar, elsta hjúkrunarheimils á Íslandi, á afmælishátíð þann 29. október.  Það var vel við hæfi, þó tilviljun réði, að Sirrý hlyti styrkinn í ár enda hóf hún starfsferil sinn á Grund.  Meðfylgjandi mynd var tekin af Kjartani Erni Júlíussyni í hátíðarsal Grundar.  Á myndinni eru frá vinstri talið, Aríel Pétursson, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, Birna Sif Atladóttir, Margrét Árdís Ósvaldsdóttir og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson.