Oldrunarrad 0025

Öldrunarráð Íslands veitti í dag Guðrúnu Birnu Gísladóttur, forstjóra dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík, viðurkenningu ráðsins 2015 fyrir langt og óeigingjarnt ævistarf að málefnum aldraðra.

Guðrún Birna hefur allan sinn starfsferil starfað á Grund og er líklega eini forstjóri landsins sem er fæddur og alinn upp á elliheimili. Grund var stofnuð af afa hennar, Sigurbirni Gíslasyni, og fleirum árið 1922. Faðir hennar, Gísli Sigurbjörnsson tók við af föður sínum og stýrði Grund í rumlega 60 ár, eða allt þar til Guðrún tók við starfi forstjóra árið 1994. Guðrún hafði þá starfað í rúm 30 ár á Grund við hlið foreldra sinna. Dvalarheimilið Ás í Hveragerði, sem tók til starfa árð 1952, hefur einnig verið órjúfanlegur þáttur í ævistarfi Guðrúnar auk hjúkrunarheimilisins Markar í Reykjavík sem Grund tók við árið 2010. Guðrún Birna hefur allan sinn starfsferil látið sér annt um hagsmuni og velferð aldraðra og með viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands í dag eru þau störf í meira en hálfa öld þökkuð af alúð.

Mynd: F.h. stjórnar Öldrunarráðs Íslands veitti Pétur Magnússon, formaður ráðsins Guðrúnu Birnu Gísladóttur, forstjóra Grundar, viðurkenningu þess í dag. Á myndinni heldur Guðrún á gjöf frá Öldrunarráði.

Fréttatilkynning frá Öldrunarráði Íslands 20. maí 2015.
Nánari upplýsingar veitir Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands í síma 841 1600.