Fréttir og pistlar
Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.
Farsæl öldrun
Framtíðarþing um farsæla öldrun
Ráðhús Reykjavíkur - Tjarnarsalur
7. mars 2013 kl. 16:30-20:30
Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum:
» 75 ára og eldri
» 55-75 ára
» 55 ára og yngri
» Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum
Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið
Markmið þingsins:
- Skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna.
- Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Gerum vel við aldrað fólk
Aldur og aldraðir eru hugtök sem hafa sannarlega tekið breytingum í gegnum tíðina. Árið 1840 voru meðallífslíkur um 45 ár hér á landi en í dag þykir fólk kveðja ungt, látist það fyrir 80 ára aldur. Jafnframt hefur orðið mikil vakning varðandi lífsgæði þeirra sem eldri eru. Í umræðunni um aukinn meðalaldur verður að hafa í huga að aðalatriðið er ekki að fólk nái einhverjum tölulegum aldri heldur miklu frekar að fólki hafi sem besta möguleika til að viðhalda lífsgæðum í samræmi við óskir, getu og þarfir hvers og eins. Það er hollt að minnast þessa á alþjóðlegum degi aldraðra, sem haldin er þann 1. október ár hvert.
Þegar málefni eldra fólks hér á landi eru borin saman við önnur lönd er ljóst að staða málaflokksins hér er að mörgu leiti mjög góð. Þeirri staðreynd má ekki gleyma. Hins vegar verður í þessum samanburði að hafa í huga að lífsgæði á Íslandi eru almennt mjög mikil og sem betur fer finnst mér yfirleitt ríkja það viðhorf að allir þjóðfélagsþegnar eigi að fá að njóta þessara gæða. Í þessu ljósi eigum við, því miður, margt ógert og megum hvergi slaka á.
Annað verkefni sem blasir við þjóðinni er fjölgun eldra fólks. Mannfjöldaspár sýna að á næstu áratugum mun fjöldi eldra fólks margfaldast og að þessi aldurshópur mun verða sífellt stærra hlutfall af aldurssamsetningu þjóðarinnar.
Framtíð lífeyrismála á Íslandi
Ráðstefna › Grand hótel Reykjavík
mánudagur 21. maí 2012 › kl 13:00-16:00
Dagskrá:
13:00 Setning: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands
13:10 Uppbygging íslenska lífeyrissjóðakerfisins.
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
13:40 Lífeyrismál frá sjónarhorni vinnumarkaðarins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
14:00 Samspil lífeyrissjóða og almannatryggingakerfisins;horft til framtíðar.
Árni Gunnarsson, formaður nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins
14:20 Kaffihlé
14:50 Allt er gott sem endar vel.
Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins
15:10 Er framtíðin björt eða svört? Ásmundur Stefánsson, löggiltur ellilífeyrisþegi
15:30 Pallborðsumræður framsögumanna
16.00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Rannveig Guðmundsdóttir, formaður Samstarfsnefndar um málefni aldraðra og fv. ráðherra.
Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis
Virkni á efri árum – samband og samstaða milli kynslóða
Ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 14. mars 2012 frá kl. 13:00-16:00.
Dagskrá
- 13:00 Litlu snillingarnir og gömlu meistararnir Kynslóðir mætast í söng
- 13:10 Setning: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara
- 13:20 Ávarp: Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra