Fréttir og pistlar
Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.
Námstefna um viðbrögð við ofbeldi gagnvart öldruðu fólki verður halin á Grand Hótel 12. apríl kl. 12:30 – 16:00
12:30 – 13:00 Skráning
13:00 – 13:10 Setning
13:10 – 13:40 Hlutverk starfsmanna öldrunarþjónustu í forvörnum gegn ofbeldi.
Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.
Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands til fyrirmyndar fyrirtækis varðandi vinnutilhögun og starfslok eldri starfsmanna er háð neðangreindum skilyrðum:
Fyrirtækið hafi starfsmannastefnu um neðangreind atriði varðandi sveigjanleg starfslok og vinnutilhögun á síðustu árum fyrir starfslok.
- Tímanlega fyrir starfslok séu kannaðar óskir starfsmanns um aðlögun að starfslokum og honum/henni gefinn kostur á að fara í hlutastarf eða ábyrgðarminna starf.
- Við starfslok eigi starfsmaður kost á lausráðningu gegn greiðslu tímakaups fyrir unninn tíma í 6 – 12 mánuði í senn hafi hann áhuga á því.
- Til aðlögunar að breyttum aðstæðum við starfslok bjóði fyrirtækið starfsmönnum á námskeið, þar sem veitt er fræðsla um fjárhagslegar breytingar frá því að vera vinnandi maður yfir í að vera eftirlaunaþegi.
Farið er yfir það sem tekur við, svo sem greiðslur almannatrygginga, lífeyrissjóða og annars sem skiptir máli.
Æskileg viðbót við framangreint gæti til dæmis verið:
- Að fyrrverandi starfsmönnum sé gefinn kostur á að taka áfram þátt í árshátíðum innan fyrirtækisins og öðrum viðburðum.
- Að fyrrverandi starfsmönnum sé boðið reglulega í heimsókn til að hitta fyrrverandi samstarfsmenn.
- Að fyrrverandi starfsmenn fái áfram fréttabréf fyrirtækisins ef þeir óska þess.
Þann 12. apríl nk. kl. 12:30 – 16:00 mun Öldrunarráð Íslands og Öldrunarfræðafélagið halda námsstefnu á Grand Hótel um viðbrögð við ofbeldi gagnvart öldruðu fólki.
Námsstefnan er sérstaklega ætluð starfsfólki hjúkrunarheimila, heimaþjónustu og heimahjúkrunar, þjónustuíbúða, heilsugæslu, Landspítala og dagvistana fyrir aldrað fólk.
Nánari upplýsingar ásamt dagskrá verða send út síðar.
Undirbúningsnefnd
Hér má nálgast þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni.
- Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum og birtingamyndir á Íslandi
- Ofbeldi gagnvart öldruðum – sjónarhorn lögreglu
- Hversu alvarlegt er ofbeldi gagnvart öldruðum? – Út frá sjónarhorni fjármála
- Hlutverk réttindagæslumanna fatlaðra – er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra?