Ráðstefnur og fundir
Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.
Mánudaginn 18. maí kl. 16.30-20.30 var haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þingið var samvinnuverkefni Öldrunarráðs Íslands, Akureyrarbæjar, Félags eldri borgara á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Landsambands eldri borgara og Velferðarráðuneytisins. Stutt ávörp í upphafi þings fluttu Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.
Ráðstefna › Grand Hótel › föstudagur 27. nóv 2015 › kl 13:30-15:30
- 13:30-13:40 Setning ráðstefnu: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
- 13:40-13:50 Ávarp: Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
- 13:50-14:20 Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum og birtingarmyndir á Íslandi. Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi.
- 14:20-14:40 Ofbeldi gagnvart öldruðum – sjónarhorn lögreglu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu.
- 14:40-15:00 Hversu alvarlegt er ofbeldi gagnvart öldruðum? – Út frá sjónarhorni fjármála Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrverandi bankamaður.
- 15:00-15:20 Hlutverk réttindagæslumanna fatlaðra – er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra? Kristjana Sigmundsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks
- 15:20-15:30 Lokaorð og ráðstefnuslit: Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ráðstefnustjóri: Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara.
FARSÆL ÖLDRUN - Framtíðarþing um farsæla öldrun
Í Þjónustumiðstöð aldraðra á Selfossi, Grænumörk 5, 16. nóvember 2015 kl. 16:30-20:30
MARKMIÐ ÞINGSINS:
- Skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna.
- Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum:
- 75 ára og eldri
- 55-75 ára
- 55 ára og yngri
- Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum
Skráning sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 693 9508 eigi síðar en 10. nóvember nk. Athugið að takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp. Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma. Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds.
Boðið verður upp á veitingar.
FARSÆL ÖLDRUN - Framtíðarþing um farsæla öldrun
HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI 18. maí 2015 kl. 16:30-20:30
MARKMIÐ ÞINGSINS:
- Skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna.
- Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum:
- 75 ára og eldri
- 55-75 ára
- 55 ára og yngri
- Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum
Skráning sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 693 9508 eigi síðar en 6. maí nk. Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma. Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds.
Boðið verður upp á veitingar.
Miðvikudaginn 20. maí 2015 kl. 14:00 - 16:00 - Grand Hótel Reykjavík
Dagskrá:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum ráðsins
2. Afhending viðurkenningar Öldrunarráðs
3. Önnur mál
Kaffihlé
4. Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra
5. Kynningarerindi frá fyrirtækinu FASTUS, sem kostar aðalfund Öldrunarráðs 2015
Aðalfundurinn er opinn öllum.
Fyrir hönd stjórnar Öldrunarráðs Íslands,
Pétur Magnússon, formaður