Efni frá ráðstefnu Öldrunarráðs Íslands og Landssambands eldri borgara ,,Fjárfestu í sjálfum þér, lykill að farsælum efri árum" sem haldin var 7. mars er aðgengilegt á Upptökur af erindum

Í gær veitti stjórn Öldrunarráðs Íslands tveimur doktorsnemum rannsóknarstyrki úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs en ráðið veitir árlega styrki til rannsókna er varða öldrun. Styrkþegarnir eru  Inga Valgerður Kristinsdóttirhjúkrunarfræðingur og doktorsnemi við HÍ og Kristján Godsk Rögnvaldsson læknir og doktorsnemi við HÍ. Öldrunarráð veitti að venju styrkinn á afmælisdegi Gísla heitins Sigurbjörnssonar, sem var forstjóri Grundar í tæp sextíu ár, en hann var einn aðal hvatamaðurinn að stofnun rannsóknarsjóðsins.

Verkefni Ingu snýr að árangursríkri heimahjúkrun en leiðir til uppbyggingar verða greindar útfrá InterRai-he gögnum. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á heilsufar, færni og aðstæður eldra fólks sem býr sjálfstæðri búsetu og nýtur aðstoðar formlegrar þjónustu og aðstandenda með það fyrir augum að greina leiðir til að efla heimahjúkrun þeirra. Kristján skoðar hinsvegar bætta greiningu samfélagslungnabólgu á Landspítala en  um er að ræða algengan sjúkdóm með háa dánartíðni, þjáningu og kostnað fyrir einstaklinga sem og samfélag. Nýgengi er hæst meðal þeirra sem eru elstir og með lungnabólgu.

Inga Valgerður

Á myndinni hér að ofan má sjá Önnu Birnu Jensdóttur, formann Öldrunarráðs Íslands,  veita Ingu Valgerði Kristinsdóttur,  styrkinn og á myndinni hér fyrir neðan tekur Kristján G. Rögnvaldsson á móti sínum styrk. Öldrunarráð Íslands óskar styrkhöfum til hamingju,

008

Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.

Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.