Húsfyllir var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á ráðstefnunni Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa í gær.

Ráðstefnan hófst kl. 14:00 með ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Á ráðstefnunni var farið ofan í saumana á því hvernig best er að standa að heilsueflingu eldri aldurshópa, fjallað var um félagslega þáttinn og mikilvægi næringar og hvaða heilsurækt henti. Mikilvægi þess að halda heilsu á efri árum og auka lífsgæði sín og samfélagslegan ávinning af því að landsmenn séu heilsugóðir og lifi sjálfstæðu lífi. Framsögumenn voru Ragnar Þórir Guðgeirsson formaður starfshóps á vegum Velferðaráðuneytis, Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir, Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur, Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur, Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi , Páll Ólafsson íþróttakennari, Kolbeinn Pálsson fyrrum íþróttamaður, Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, og Þráinn Hafsteinsson íþróttafræðingur.

Hvað ætla stjórnvöld að gera til að hrinda í framkvæmd markvissri heilsueflingu eldri borgara? Rannsóknir hafa margsinnis staðfest að hreyfing og hollt mataræði leika lykilhlutverk í að bæta heilsu eldri borgara. Um þetta fjölluðu þeir Óttar Proppé heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertssson borgarstjóri, Birgir Jakobsson landlæknir og Kristján Þór Magnússon sveitastjóri. Þeir höfðu þegar fengið hnitmiðaðar spurningar um heilsueflingu sem þeir svöruð, síðan voru pallborðsumræður. 

Ráðstefnustjóri var Anna Birna Jensdóttir formaður Öldrunarráðs Íslands.IMG 5543 XL20170316 140318 LIMG 5580 XLIMG 5573 XLIMG 5621 XLIMG 5637 XLIMG 5642 XLIMG 5648 XLIMG 5657 XLIMG 5698 XLIMG 5747 XLIMG 5727 XLIMG 5615 XL

IMG 5631 XL

IMG 5678 XL

IMG 5763 LIMG 5772 XLIMG 5788 XL

IMG 5757 XL

IMG 5790 XL

20170316 172754 L

Hér má sjá undirbúninganefndina ásamt öllum framsögumönnum. Undirbúningsnefndina skipuðu frá Öldrunarráði Íslands Janus Guðlaugsson, Sigrún Ingvarsdóttir og Anna Birna Jensdóttir. Frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands Kolbeinn Pálsson og Páll Ólafsson, frá Félagi eldri borgara Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir og Ellert B. Scram.

styrkveiting

Árlega veitir Öldrunarráð styrki sem næst afmælisdegi Gísla heitins Sigurbjörnsonar fyrrum forstjóra Grundar, en hann var aðalhvatamaður að stofnun Rannsóknarsjóðs Öldrunarráðs Íslands. Alls bárust 10 umsóknir og  samþykkti ráðið að veita 3 umsóknum styrk;

  • Kristbjörg Sóley Hauksdóttir, MA nemandi í öldrunarfræðum, fékk styrk vegna verkefnisins „Að meta umfang og helstu birtingarmyndir ofbeldis í formi m.a. valdbeitingar gagnvart öldruðum sem búa á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu“.
  • Berglind Soffía Blöndal, meistaranemi í klínískri næringarfræði, fékk styrk vegna rannsóknar sinnar „Forrannsókn: Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild
  • Lovísa Jónsdóttir, meistaranemandi í öldrunarfræðum, fékk styrk vegna forprófunar á Inter-RAI mælitæki sem metur umönnunarbyrði aðstandenda eldri borgara í heimahúsum.

Öldrunarráð Íslands óskar styrkþegum til hamingju. Myndin er frá styrkveitingunni 14. nóvember og eru þær frá vinstri Kristbjörg Sóley, Lovísa og Berglind ásamt Önnu Birnu Jensdóttur formanni Öldrunarráð.  

Staðsetning: Askja hús Háskóla Íslands, fyrirlestrasalur N-132,  Sturlugötu 7, 101 Reykjavík

 Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.

Á ráðstefnunni flytur dr. Christine Mueller, prófessor við háskólann í Minnesota tvö erindi, en hún hefur rannsakað og skrifað um áhrif mönnunar og hlutfalls fagfólks sem starfar í öldrunarþjónustu á gæði þjónustunnar og líðan íbúanna. Hún kynnir hvað rannsóknir hafa sýnt að er mikilvægt í þessum málum. Auk þess eru þrjú erindi á íslensku sem flutt eru af: Helgu Garðarsdóttur, deildarstjóra greiningardeildar hjá Sjúkratryggingum Íslands, Laura Scheving Thorsteinsson,  Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

DAGSKRÁ:

13:00 – 13:10 Ráðstefna sett: Ingibjörg Hjaltadóttir, formaður Fagráðs í öldrunarhjúkrun

13:10 – 13:50 Staffing and Quality - A review of the Evidence: Christine Mueller, prófessor við Háskólann í Minnesota

13:50 – 14:30 Staffing and Quality - Measuring Quality Christine Mueller, prófessor

14:30 – 15:00 Kaffihlé

15:00 – 15:20 Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands sem kaupanda að þjónustu á hjúkrunarheimilum: Helga Garðarsdóttir, deildarstjóri greiningardeildarhjá Sjúkratryggingum Íslands

15:20 – 15:40 Mat á gæðum á hjúkrunarheimilum, framtíðarsýn Embættis Landlæknis: Laura Scheving Thorsteinsson, Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða Embætti landlæknis

15:40 – 16:00 Mönnun í tengslum við þarfið þeirra sem njóta þjónustu á hjúkrunarheimilum: Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

16:00 – 16:30 Pallborð um gæði og mönnun

Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.

Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.

Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.