Fjölmargar tilnefningar bárust til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands árið 2018. Fyrir einstakt starf í þágu aldraðra hlutu Sesselja Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson fyrir verkefnið Elligleði. Þau hafa um árabil heimsótt  hjúkrunarheimili, sambýli og dagúrræði með reglubundnum hætti og glatt aldraða sem haldnir eru minnissjúkdómum með heillandi söng Stefáns Helga. Þau Sesselja og Stefán Helgi veittu viðurkenningunni móttöku og tók Stefán Helgi lagið fyrir aðalfundargesti. Hér eru þau á myndinni með Önnu Birnu formanni Öldrunarráðs.

Sesselja Magnúsdóttir, Anna Birna Jendóttir og Stefán Helgi Stefánsson

 

Þá veitti Öldrunarráð sérstaka viðurkenningu til fyrirtækisins ÍSAL í Straumsvík, sem hefur myndað framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfsmanna sinna og framfylgir henni á ábyrgan máta. Sigurður Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs ÍSAL, veitti viðurkenningunni móttöku úr hendi Önnu Birnu Jensdóttur formanni Öldrunarráðs Íslands.

003

Ráðstefna Öldrunarráðs Íslands, Landsambands eldri borgara og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands ,,Rokkað inná efri ár. Nýjar forvarnarleiðir." var tekin upp í máli og myndum og geta áhugasamir horft á erindin Youtube

Ráðstefnan Rokkað inná efri ár 15.febrúar 2018

Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.

Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.