Fréttir og pistlar
Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitir árlega styrki úr Rannsóknasjóði Öldrunarráðs til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála.
Að þessu sinni veitti stjórn ráðsins Sonju Stelly Gústafsdóttur 300.000 króna styrk en hún er doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.
Í verkefni sínu kannar hún áhrif einstaklingsþátta og umhverfis á þátttöku í heilsueflingu, viðhorf og reynslu 65 ára og eldri sem búa í heimahúsi á norðanverðu Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að fá upplýsingar um heilsulæsi eldra fólks en engar rannsóknir eru til um stöðu heilsulæsis á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að heilsulæsi minnkar með hækkandi aldri en þekkingu vantar á því hver staðan er á Íslandi. Rannsóknin mun því geta gefið mikilvægar upplýsingar um þætti sem vitað er að hafi áhrif á heilsu eldra fólks.
Myndin er tekin við afhendingu styrksins þann 20. janúar síðastliðinn. Á myndinni eru hluti stjórnar Öldrunarráðs Íslands og Sonja Stelly Gústafsdóttir.
Frá hægri: Tryggvi Þórhallsson (stjórnarmaður), Sigurður Sigfússon (varaformaður), Þórunn Sveinbjörnsdóttir (stjórnarmaður), Jórunn Frímannsdóttir (formaður) Sonja Stelly (styrkþegi), Anný Lára Emilsdóttir (stjórnarmaður), Andrea Laufey Jónsdóttir (starfsmaður stjórnar) og Janus Guðlaugsson (stjórnarmaður).
Nú ætlum við að loka hringnum.
Fjórða og síðasta þing, Öldrunarráðs Íslands í samvinnu við sveitarfélögin og félög eldri borgara, um farsæla öldrun verður í Valaskjálf Egilsstöðum á morgun 10. október 2019.
Með þessu þingi lokum við hringnum og höfum þá verið með þing í öllum ársfjórðungunum.
Framtíðarþing hafa áður verið haldin í Reykjavík, Akureyri, Selfossi og Ísafirði og nú loksins verður þing fyrir austan.
Við ætlum að velta fyrir okkur væntingum einstaklinga og samfélags til aldraðra. Kostum þess að eldast og hvernig er, eða hvað er farsæl öldrun.
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknasjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2019 og skulu umsóknir sendar rafrænt á
Frekari upplýsingar veitir Jórunn Frímannsdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknasjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður. |
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2019 og skulu umsóknir sendar rafrænt á
Frekari upplýsingar veitir Jórunn Frímannsdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið
Fréttir og pistlar
Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.
Viðurkenningar Öldrunarráðs
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.
Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.
Ráðstefnur og fundir
Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.