Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Að þessu sinni voru tilnefndir 12 aðilar. Eftir að hafa fjallað um tilnefningarnar sem margar voru mjög áhugaverðar varð niðurstaðan Dr. Margrét Gústafsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Margrét Gústafsdóttir hjúkrunarfræðingur sérmenntaði sig í öldrunarhjúkrun og var fyrsti íslenski hjúkrunarfræðingurinn sem lauk meistara- og síðar doktorsprófi í  sérgreininni. Hún leiddi m.a. uppbyggingu öldrunarþjónustu B-álmu Borgarspítalans á upphafsárum starfseminnar þar og var hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunardeilda spítalans um árabil. Þá byggði Margrét upp kennslu í öldrunarhjúkrun við Háskóla Íslands og var í góðu sambandi við hvers kyns þjónustustofnanir fyrir eldri borgara með nemana sína í starfsþjálfun.

Margrét sinnti jafnframt rannsóknum á sínu sérsviði, kynnti á ráðstefnum, birti greinar og var ritstjóri bókarinnar ,,Hjúkrunarheimili. Leiðbeiningar og fróðleikur fyrir fjölskyldur á tímamótum.“

Margrét átti drjúgan þátt í því að hefja störf hjúkrunarfræðinga í þágu aldraðra til vegs og virðingar. Öldrunarráð Íslands er heiður af því að veita Dr. Margréti Gústafsdóttur hjúkrunarfræðingi viðurkenningu ráðsins 2017 fyrir gott og óeigingjarnt ævistarf að málefnum aldraðra.

MGJPG MG2

Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.

Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.